current location : Lyricf.com
/
Songs
/
Yndisdráttur [English translation]
Yndisdráttur [English translation]
turnover time:2025-01-10 15:16:51
Yndisdráttur [English translation]

Komdu nær minn kæri.

Sleiktu mig með orðum þínum,

snertu mig með augum þínum,

grænum, daufum.

Ég finn lykt líkama þíns.

Leyfðu henni að fylla mig,

mig alla og meira og meira.

Hvert ferðu

þegar nóttin kemur?

Þú segir góða nótt við mig

á kvöldin, þegar við erum saman

en þegar sólin skín

ertu blindur.

Ég veit að nóttin fer mer vel

en hugsar þú um mig?

Tek ég mikið pláss?

Lúmskur ertu andskoti.

Leikur að lyfjum

og leyfir mér leikinn.

Hratt en bítandi bítur gleðin mig,

gufar svo upp eins og reykur.

Nei, nú er nóg komið minn kæri

ég elskaði þig ekki

þótt þú þættist þekkja mig,

þótt þú þættist elska mig,

eins og svo oft var ég að blekkja þig.

Segðu mér sannleikann siðlausi skratti.

Förum til fjandans og gerum það saman

… saman. 

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by
Show More Comments
Kælan Mikla
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic
  • Genre:Alternative, Gothic/Darkwave, Rock
  • Official site:http://www.kaelanmikla.com/
Kælan Mikla
Latest update
Copyright 2023-2025 - www.lyricf.com All Rights Reserved