Kom dauði, kæri dauði;
gef mér lausn allra gátna;
gef mér lykill og töfrasprota,
bind heimsins hnúta.
Afhverju í dauða, vinur minn, og aleinn?
Afhverju kafar þú í ána gleymsku?
Afhverju í myrkri, vinur minn, og aleinn,
leitar þú að ljóssins blíða yl?
Leyf mér að opna læstu hurðirnar,
leyf mér að rista faldar rúnir,
leyf mér að kasta spjóti mínu,
beint í kalt hjarta tröllsins.
Afhverju í dauða, vinur minn, og aleinn?
Afhverju kafar þú í ána gleymsku?
Afhverju í myrkri, vinur minn, og aleinn,
leitar þú að ljóssins blíða yl?
Dauðinn var á undan.
Gleymskan sigrar að lokum.
Myrkrið fæddi ljós.
Hvað viltu vita meira?
Dauði, kæri dauði! Dauði, minn dauði!
Gleymskan hefur tekið mig.
Myrkrið hefur komið ætíð yfir mig.
Hvað er meira að vita?
Kom dauði, kæri dauði;
gef mér lausn allra gátna;
gef mér lykill og töfrasprota,
leys læstar lúgur heimsins.
Dauðinn var á undan.
Gleymskan sigrar að lokum.
Myrkrið fæddi ljós.
Hvað viltu vita meira?
Dauði, kæri dauði! Dauði, minn dauði!
Gleymskan hefur tekið mig.
Myrkrið hefur komið ávallt yfir mig.
Hvað er meira að vita?