current location : Lyricf.com
/
Songs
/
Vængjalaus lyrics
Vængjalaus lyrics
turnover time:2025-01-16 08:56:56
Vængjalaus lyrics

Komdu með mér til að kanna heiminn,

kreistum appelsínur, finnum keiminn

Tínum döðlur, tökum daginn snemm'í Róm

Kljúfum loftið eins og Concorde-þota,

komum niður, finnum töfrasprota

Göldrum upp'úr hatti alveg nýjan hljóm

Síðan sýni ég þér

sögubækur og kver,

skýjaborgir og álfastein

Við getum flögrað um

og farið hvert á land sem er

Fljúgum í draumi vængjalaus

Taktu utan um mig tveimur höndum

Teygum regnið yfir silfursöndum

Höldum striki, heyrum vindsins enduróm

Svífum upp'á móti sólarbjarma,

Stefnum áfram uns við finnum varma

Leitum uppi fögur tré og lótusblóm

Síðan sýni ég þér

sögueyjar og sker,

fornar slóðir og meira til

Við getum flögrað um

og farið hvert á land sem er

Fljúgum í draumi vængjalaus

Ó

Yfir regnbogann og undir aftur

Engin takmörk eru fyrir því hve lengi

eða hve langt þetta flug getur orðið

því þetta er minn einkadraumur

Draumur

Síðan sýni ég þér

sögubækur og kver,

skýjaborgir og álfastein

Við getum flögrað um

og farið hvert á land sem er

Fljúgum í draumi vængjalaus

Fljúgum í draumi vængjalaus

Fljúgum í draumi

Fljúgum í draumi

Fljúgum í draumi vængjalaus

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by
Show More Comments
Sálin hans Jóns míns
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic
  • Genre:Rock
  • Official site:http://www.salinhansjonsmins.is/
  • Wiki:http://en.wikipedia.org/wiki/S%C3%A1lin_hans_J%C3%B3ns_m%C3%ADns_(band)
Sálin hans Jóns míns
Latest update
Copyright 2023-2025 - www.lyricf.com All Rights Reserved