current location : Lyricf.com
/
Songs
/
Strákarnir á Borginni lyrics
Strákarnir á Borginni lyrics
turnover time:2024-12-01 20:36:47
Strákarnir á Borginni lyrics

Strákarnir á Borginni

hneyksla engan með förðuð bros

þó þeir kyssast og daðri,

labba um með sitt bleika gos,

sitt frosna bros

í myrkrinu hvítur farði.

Ég er vel upplýstur,

veit allt um hommana,

hef lesið bækur, séð kvikmyndir.

Það er í lagi með strákana,

þeir bera syndirnar

í þjóðfélagi sem hatar þá.

Sonur minn er enginn hommi,

hann er fullkominn eins og ég.

Þó hann máli sig um helgar.

Þú veist hvernig tískan er.

Strákarnir á Borginni

hittast öll laugardagskvöld

á barnum inn í Gylltasal.

Því veröldin er köld

á tölvuöld þeir

labba um með hlýtt fas.

Dyraverðir hata þá,

hóta að skera undan,

steikja og flá.

Samt brosa strákarnir

og laga á sér hárið.

Því sumir eru drottningar

og aðrir eru prinsessur.

Sonur minn er enginn hommi,

hann er fullkominn eins og ég.

Þó hann máli sig um helgar.

Þú veist hvernig tískan er.

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by
Show More Comments
Bubbi Morthens
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic
  • Wiki:https://en.wikipedia.org/wiki/Bubbi_Morthens
Bubbi Morthens
Latest update
Copyright 2023-2024 - www.lyricf.com All Rights Reserved