Skotta niður skarð,
skautar yfir barð.
Illit í hyggju hefur.
Heimafólkið sefur.
Daginn áður dafnaði friður
en dó svo á einni nóttu.
Mildur þeyrinn á miðnætti
var orðinn mannskaðaveður á óttu.
Vorið flúði vinda að handan
og varga af öðrum heimi.
Draugagangur í dalverpinu,
nú er dauðinn sjálfur á sveimi.
Nú er dauðinn sjálfur á sveimi.
Frost, þú mátt festa þinn
fjötur við húsvegginn.
Kynngi mín kælir þil,
kæfandi ljós og yl.
Skotta finnur skjól,
skríður yfir hól.
Hallar sér í holu,
herðir frost með golu.
Skotta húkir skammt fyrir ofan
er skundar hann niður dalinn.
Blæs í frostið, blóðgar á síðu
hann er beygður maður og kvalinn.
Gegnum litla glufu á veggnum
hún gægist inn úr snænum.
Draugur leikur við dreng og stúlku,
nú er dauðinn sjálfur á bænum.
Nú er dauðinn sjálfur á bænum.
Frost, þú mátt festa þinn
fjötur við langeldinn.
Kynngi min kæfir glóð,
krókna þá menn og fljóð.
Ber hann þreyttur bál i kotið,
bæjargöngin gengur köld.
Þróttur horfinn, þrekið brotið,
þetta eru málagjöld.
Hlýnar mér er halir falla,
hatur nærir draugaþý.
Heyrist Skottu kjaftur kalla:
"Kveikir þú upp eld á ný?"
Skotta.
Skotta.