current location : Lyricf.com
/
Songs
/
Serbinn lyrics
Serbinn lyrics
turnover time:2024-12-01 22:19:56
Serbinn lyrics

Spegilmyndir

á votu malbiki

öskur trúðsins í nóttinni.

Grátur eldsins

inní sólinni

fegurðin kemur frá sálinni

sólin svíður

svarta moldina

líf sprettur af svitanum.

Títóismi í knýttum bökum

eitt lítið, eitt lítið

serbneskt blóm.

Sáðmaðurinn

yrkir jörðina

hláturinn kemur frá akrinum

móðurmjólkina

sýgur sakleysið

frelsið fæðist í hjartanu

endurfæddur

útí auðninni

sigurglampi í augunum.

Títóismi í knýttum bökum

eitt lítið, eitt lítið

serbneskt blóm.

Skuggar kvöldsins

kæla herðarnar

ljósin kyssa gluggana

bjarminn frá eldinum

sýnir rúnirnar

ristar í andlitum mannanna

með svefninum

koma minningar

votar grafir hetjunnar.

Títóismi í knýttum bökum

eitt lítið, eitt lítið

serbneskt blóm.

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by
Show More Comments
Bubbi Morthens
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic
  • Wiki:https://en.wikipedia.org/wiki/Bubbi_Morthens
Bubbi Morthens
Latest update
Copyright 2023-2024 - www.lyricf.com All Rights Reserved