current location : Lyricf.com
/
Songs
/
Rósin lyrics
Rósin lyrics
turnover time:2025-01-04 19:00:27
Rósin lyrics

Undir háu hamra belti

höfði drjúpir lítil rós.

þráir lífsins vængja víddir

vorsins yl og sólarljós.

Ég held ég skynji hug þinn allan

hjartasláttinn rósin mín.

Er kristallstærir daggardropar

drjúpa milt á blöðin þín.

Æsku minnar leiðir lágu

lengi vel um þennan stað,

krjúpa niður kyssa blómið

hversu dýrðlegt fannst mér það.

Finna hjá þér ást og unað

yndislega rósin mín.

Eitt er það sem aldrei gleymist,

aldrei það er minning þín.

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by
Show More Comments
Icelandic Folk
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic, Old Norse/Norrønt
  • Genre:Folk
  • Wiki:https://en.wikipedia.org/wiki/Icelandic_folk_music
Icelandic Folk
Latest update
Copyright 2023-2025 - www.lyricf.com All Rights Reserved