Upp frá þessu lánaðist Herkúlesi
Allt sem hann kom nálægt
Hann var svo iðinn
Að það hálfa væri nóg
Hlustið á, Herki fór á stjá.
Gagnrýnendur sögðu hann
stærstu stjörnu Grikklandi á.
Hann proffi var! Pottþéttur og snar.
Er pakkaði hann inn ófreskjum var uppselt allstaðar.
Fyrst var hann úti!
- Halló!
- Halló!
Nú er hann inni.
Hann er hetja!
Kappinn hann vissi sko hvað var töff.
Úr hallæri í hetju, já strák tókst það.
Úr hallæri í hetju og snöggur að.
Ef sást til hans þá stelpufansinn sjúkur var.
Og þeir settu hans mynd
Á sérhvert kar..
- Á sérhvert ker!
Og rétt svona ef hann rak inn nef var reikningurinn hár.
Og forríkur og frægur núna fulla vasa hafði hann fjár.
Signið mig! Samur er við sig
- Sætur
- Ósigrandi
- Og fær alltaf tíu stig
Í bunum fólk borgaði sig inn
að bera hann augum beran er hann berar búntin stinn.
Herki var hetja og menn hylltu hann.
Liðið í hópum alveg tryllti hann.
Með kjarki og krafta hann komst á topp.
Úr hallæri í hetju!
Með hörkukropp!
Úr hallæri í hetju!
Og ekkert stopp!
Hver kann nú skil á skylmingunun?
Herkúles!
Menn skrifa um hann í leikhúsunum.
Herkúles!
Er hann töff?
-Nærri getið
-Er hann smart?
-Ég gæti hann étið
Herkúles
Herkúles
Herkúles!
Horfið á! Herki fór á stjá!
Ósigraður
Æði hann er. Algjör kavaler.
Ofurmaður
Fyrst var hann úti!
- Halló!
- Halló!
Nú er hann inni. Hann er hetja!
Toppinn hann tók í einum rykk!
Úr hallæri í hetju.
Herki er hetja.
Nú er hann hetja!
Algjört kikk!