þekkirðu mig?
þekkirðu mig í alvörunni?
þú hefur skoðanir
á skoðunum mínum
á tónlistinni minni
á fötunum mínum
á líkamanum mínum
sumir hata í hverju ég er
sumir lofsama það
sumir nota það til að smána aðra
sumir nota það til að smána mig
en ég finn þig horfa
alltaf
og ekkert sem ég geri er óséð
svo þótt ég finni fyrir þér stara
vanþóknun þinni
eða þér andvarpa af létti
ef ég lifði eftir því
gæti ég aldrei hreyft mig
vildirðu að ég væri minni?
veikburðari?
mýkri?
hærri?
vildirðu að ég væri þögul?
ögra axlirnar á mér þér?
en bringan á mér?
er ég maginn á mér?
mjaðmirnar á mér?
líkaminn sem ég fæddist með
er hann ekki það sem þú vildir?
ef ég klæðist því sem er þægilegt
er ég ekki kona
ef ég tek af mér lögin
er ég drós
þó þú hafir aldrei séð líkamann minn
dæmirðu hann samt
og dæmir mig fyrir hann
af hverju?
við gerum ályktanir um fólk
miðað við stærð þeirra
við ákveðum hver þau séu
við ákveðum hvers virði þau séu
ef ég klæðist meiru
ef ég klæðist minna
hver ákveður hvað það gerir mig?
hvað það þýðir?
er virði mitt byggt á skynjun þinni?
eða er skoðun þín á mér
ekki mín ábyrgð