Ég heyri myrkrið hvísla kalla
finn mig knúna til að falla
rigna yfir veröld alla
leysast upp.
Tómið opnast upp á gátt
myrkrið tekur allan mátt.
Ég er knúin að falla.
Veruleiki visnar
moldin hvíslar komdu heim.
Ég er knúin til að falla
Þú ert knúin til að falla.