current location : Lyricf.com
/
Songs
/
Miðgarður lyrics
Miðgarður lyrics
turnover time:2024-11-29 11:03:59
Miðgarður lyrics

Manstu hvað gerðist í Miðgarði þá?

Ég sá, ég sá.

Margt fyrir löngu var búið til lag,

ljóðið svo skrautlega skrifað.

Hetju sem barðist við vængjaða vá?

Ég sá, ég sá.

Baldur sem barðist af drengskap þann dag,

dó svo að við gætum lifað.

Vafrandi enn um hrollkalt hraun,

hrakin sig glennir vofa.

Hitinn frá brennu huggar raun,

hér sofa menn í kofa.

Kvöld úr norðri, kalt í hlíðum,

knýr að dyrum myrkrið svart.

Þolinmóð við þannig bíðum

þess að verði aftur bjart.

Traustur máttur réttra rúna

róar geð er vindur hvín.

Sorgir allar sefast núna,

sofðu, unga ástin mín.

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by
Show More Comments
Skálmöld
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic, English
  • Genre:Metal
  • Official site:http://www.skalmold.is/
  • Wiki:http://en.wikipedia.org/wiki/Skálmöld
Skálmöld
Latest update
Copyright 2023-2024 - www.lyricf.com All Rights Reserved