current location : Lyricf.com
/
Songs
/
Mara lyrics
Mara lyrics
turnover time:2024-12-02 04:14:57
Mara lyrics

Núna sefur dóttir þin á meðan nóttin færist yfir,

norðanvindur úti blæs og frostið bítur allt sem lifir.

Fjölskyldan í baðstofunni þar sem fann ég ykkur sitja.

Þið voruð falleg og hraust

er inn um búrið ég braust,

ég vildi barnsins litla vitja.

Mara.

Mara.

Þið voruð falleg og hraust

er inn um búrið ég braust,

ég vildi barnsins litla vitja.

Mara.

Vafði hana örmum og hún vissi ekki meira,

veinið ó svo ósköp lágt, en þú áttir samt að heyra.

Örvænting og grátur hræddu alla milli stafna.

Þið sátud öll þar í kring,

þið genguð hring eftir hring

og sáuð hana loksins kafna.

Mara.

Mara.

Þið sátud öll þar í kring,

Þið genguð hring eftir hring

og sáuð hana loksins kafna.

Mara.

Barnið dó í höndum mér, ég burtu fór í snatri,

börðust hjörtu ykkar full af angist, sorg og hatri.

Ég er illur óþverri og gleðst er aðrir gráta.

Núna geng ég á burt,

þið getið spurninga spurt,

en ég er spádómur og gáta.

Mara.

Mara.

Núna geng ég á burt,

þið getið spurninga spurt,

en ég er spádómur og gáta.

Mara.

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by
Show More Comments
Skálmöld
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic, English
  • Genre:Metal
  • Official site:http://www.skalmold.is/
  • Wiki:http://en.wikipedia.org/wiki/Skálmöld
Skálmöld
Latest update
Copyright 2023-2024 - www.lyricf.com All Rights Reserved