Sjá þig eins og brothætt eggjaskurnin
Viðkvæm eins og sproti snemma vors
Þú veist hví við búum upp í turni
Einmitt, svo þú sér heil á húfi
Ég vissi að þessi dagur hlaut að koma
Vildi á því fengi ég lengri frest
Brátt, ekki í dag, heyr minn brag
Mamma veit best
Mamma veit best
Hlutaði'á þína móður, úti verða oft ljót slys
Mamma veit best
Með illu eða góðu, eitthvað mun fara'úrskeiðis
Fantar og fól, brenunetlur, pyttir
Mannætur og snákar, pest
Líka stórar pöddur, menn með hvassar tennur
Æ, nóg, ei meir, ég kemst í uppnám
Mamma er hér, mamma mun þig vernda
Hér er heillaráðið mest
Hættu'að gjamma hér er mamma
Mamma veit best
Mamma veit best, trúðu bara múttu
Án mín kemstu aldrei að
Tötraleg það sést, líka frekar búttuð
Og þeir keyra þig í kaf
Trúgjörn, barnaleg og óttalega sybbin
Feimin, og svo, ja, gufuleg
Ekki frá því er, að þú sért svolítið þyppin
Segi það því ég þíg elska
Mamma skilur þig, mamma vill þig styðja
Treysta máttu mér um flest
Ekki gleyma, vertu heima
Mamma veit best