Nouvelle cuisine, les Champs-Elysées, Maurice Chevalier
Les Poissons, les poissons
Ó, ég elska poissons,
Eitt smá högg, síðan geri ég að.
Fyrst með höfuðið af, svo fjúka úr bein
Síðan fer þessi þorskur í bað.
Les poissons, les poissons
Með handtak ég hegg þá í tvennt.
Jafnvel inneflin hér eru krásir hjá mér, já ég passa að engu sé hent.
Ég kokka'oní kónga og greifa, af kostgefni hráefnið vel.
Og sjaldan sjást gestirnir leifa, því ég vanda til verks virkilega svo
Pínu krydd hér og þar, já ég kann sko mitt fag.
Zut alors, ég gleymdi einum
Ja hérna, hvað er hér? Hvernig fór framhjá mér? Svona krúttlegur krabbi í skel.
Synd og skömm, slæmt mál það, sjáum til, sósubað
Já og smávegis hveitimél.
Hér er fyllingin mín, finndu, hún er fín þetta er síðasta máltíðin þín.
Því í kötlum er heitt, og þú kemst ekki neitt krabbasjómennskan er ekkert grín