Við sjónarhringinn bátur bíður
við bakkann bundinn og tíminn líður
Kolsvört dögun og eitt orð
ertu tilbúinn að fara um borð?
Við endamörkin máninn gulur
í myrkri skrifar fölur, dulur.
Spor þín telur og eitt orð
ertu tilbúinn að fara um borð?
Ég sit við krossinn og kyssi þig
köld sorgin hún bítur.
Lögmál Guðs í kvöl þína grafið.
Ég græt því ég veit þú hlýtur
að vita að englarnir fljúga ekki í nótt
og leiðin liggur ekki heim.
Hvíslandi raddir, hvítir sokkar
harður stóll, þínir blautu lokkar.
Morfínhaf sem hylur taugar
í höfði þínu vakna draugar
sem finna ekki leiðina heim.
Ferð þín er hafin og báturinn bíður
sál þín eins og skuggi líður.
Á hvítu líni þú liggur hrein
í nótt þú siglir frá landi ein
og leiðin liggur ekki heim.