current location : Lyricf.com
/
Songs
/
Leiðin liggur ekki heim lyrics
Leiðin liggur ekki heim lyrics
turnover time:2024-12-01 19:14:37
Leiðin liggur ekki heim lyrics

Við sjónarhringinn bátur bíður

við bakkann bundinn og tíminn líður

Kolsvört dögun og eitt orð

ertu tilbúinn að fara um borð?

Við endamörkin máninn gulur

í myrkri skrifar fölur, dulur.

Spor þín telur og eitt orð

ertu tilbúinn að fara um borð?

Ég sit við krossinn og kyssi þig

köld sorgin hún bítur.

Lögmál Guðs í kvöl þína grafið.

Ég græt því ég veit þú hlýtur

að vita að englarnir fljúga ekki í nótt

og leiðin liggur ekki heim.

Hvíslandi raddir, hvítir sokkar

harður stóll, þínir blautu lokkar.

Morfínhaf sem hylur taugar

í höfði þínu vakna draugar

sem finna ekki leiðina heim.

Ferð þín er hafin og báturinn bíður

sál þín eins og skuggi líður.

Á hvítu líni þú liggur hrein

í nótt þú siglir frá landi ein

og leiðin liggur ekki heim.

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by
Show More Comments
Bubbi Morthens
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic
  • Wiki:https://en.wikipedia.org/wiki/Bubbi_Morthens
Bubbi Morthens
Latest update
Copyright 2023-2024 - www.lyricf.com All Rights Reserved