current location : Lyricf.com
/
Songs
/
Öldurótið lyrics
Öldurótið lyrics
turnover time:2024-11-16 01:33:57
Öldurótið lyrics

Um holótta grýtta götu

þú gengur með staf þér í hönd

og sérð það er bátur að berjast

við brimið nærri strönd

Þú sérð það er bátur að berjast

sú barátta fer ekki vel

Þar velkist í válegu róti

lítil, veikbyggð skel

Nú hanga skýin henglum í

hafið vekur þungan gný

og himininn er grár í dag

Þér þykir svo vont að vita

af vinum í sárri neyð

og geta ekki veitt þeim vonir

og vísað færa leið

En líta skal lengur á málin

og ljóst virðist mér það nú

að brimið er barningur lífsins

og báturinn hann er þú

Nú hanga skýin henglum í

hafið vekur þungan gný

og himininn er grár í dag

Nú hanga skýin henglum í

hafið vekur þungan gný

og himininn er grár í dag

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by