Bátur líður út um eyjasund,
enn er vor um haf og land.
Syngur blærinn einn um aftanstund,
aldan niðar blítt við sand.
Ævintýrin eigum ég og þú,
ólgar blóð og vaknar þrá.
Fuglar hátt á syllum byggja bú,
bjartar nætur vaka allir þá.
Hvað er betra en vera ungur og ör,
eiga vonir og æskufjör,
geta sungið, lifað leikið sér,
létt í spori hvar sem er
og við öldunið um aftanstund
eiga leyndarmál og ástarfund.