Og þá þrömmum við og þreyta á okkur sígur
Svona í préttri röð við minnum mest á kvígur
Okkur verknar því iljar í og aumar, þreyttar tær
Hey! Hugsaðu þá um konu er þér er kær
Ég sagði pað, konu er þér er kær
Mín er með andlit manahvitt, í meyjaraugum fjör
Mín er í vöðvana á mér óð og elskar gömul ör
Ég kæri mig samt kollóttan um kosti og galla
Ef kann hún sæmilega að malla
Naut, svín, kjúkling! Mmm
Alveg veit ég að þú vaðið gast í píum
Og ég veit þær elska mann í hermannstygjum
Þú mátt geta hvers ég sakna mest, er stríðið færist nær
Hvað er nú það?
Konu er mér er kær
Já minni finnst ég fullkominn
Sér fáa galla á mér
En, hvað um konu sem er klár og lætur kveða að sér?
Ég heilla hana með hetjulegu háttalagi
Hann heldur hann sé svoddan gæi
Ég a kærustu sem ber af öðrum konum
Engin kona nema mamma hans unni honum
Ef við sigursælir höldum heim, í hópum bíða þær
Hvað viljum við?
Konu er mér er kær
Ó ég vil fá
Konu er mér er kær
Konu er mér er...