Úrsúla : Veistu ? Sætust
Það held ég nú
Ég þrifst nú á því að hjálpa vansælum sálum eins og þer !
Já, sálum sem eiga ekkert annað athvarf.
Ég skal viðurkenna að forðum var ég ferleg
Og ég fékk þá á mig nornastimpilinn
En í seinni tíð ég er
Svo gjörbreytt trúðu mér
Svo blíð og góð og laus við leiðindin
Dagsatt
Og það vill svo til að ég er nokkuð göldrótt
En sú listgrein hefur höfðað mjög til mín
Veistu vinan alveg satt
Það er gott að geta glatt
Með göldrum þá sem minna mega sín
Hræðilegt
Ó þær sálir sem þjást
Af þrá, ó svei
Þessi vill víst vera grennri
Þennan þyrstir svo í " víf "
Mun ég hjálpa? Auðvitað
Já, ó, þær sálir sem þjást
Sorglegt en satt
Og þær þyrpast hingað til mín segja : "Galdur Úrsúla mín"
Mun ég hjálpa? Auðvitað
Nú það hefur reyndar hent
Sumir hafa í því lent
Að missa allt er vangoldið er gjald
Stöku kvörtun berst til mín
En yfirleitt þá er ég fín
Því ég sefa sálir í neyð
Þú ert ung, snoppufrið, og maður kemst ótrúlega langt á útlitinu, HA !!
Því mennirnir þeir þola ekki þvaður
Þeim leiðast sprund sem tala út í eitt !
Það er kostur upp á storð
Ef konan mælir ekki orð
Hvaða gagn er í að gaspra yfirleitt ??
Ég veit þeir kæra sig alls ekki um að spjalla
Já, allir sannir karlmenn forðast það
En þeir falla fyrir snót
Sem að segir ekki hót
Og þær sem blaðra mest fá ekki neitt.
Segðu mér!
Ó, þú þjakaða sál !
Þú átt val.
Veldu nú
Ég hef ekki mikinn tíma
Ég er afar upptekin
Þetta er ekkert bara rödd !
Já, ó, þú þjakaða sál !
Sorglegt en satt
Ef þú vilt fá þínu framgengt Þarftu að fórna einhverju
Dragðu andann, dúfan mín
Drýfðu þig nú, skrifaðu
Fantur, Fauti sko hún gleypir það, strákar
Já, þetta er ekket mál !
Ó já, þú þjakaða sál !
Balúga, Sevúga, nú hvessir í hellinum hér.
Barkala, Tangúla, ég biða ykkur núna um rödd handa mér !
Nú söng !
Haltu áfram !!