current location : Lyricf.com
/
Songs
/
Hel [English translation]
Hel [English translation]
turnover time:2025-01-21 02:30:39
Hel [English translation]

Horfir á mig Helja,

hálf er ásýnd blá.

Dæmdir hérna dvelja,

dauðinn kvelur þá,

kaldan ná.

Kuldi nístir kinnar,

klakaþil og snjór.

Minnist litlu systur minnar,

minn er hugur rór.

Minn er hugur rór og nú

ég sest í hennar sali

og hún sjálf á móti mér.

Við treystum bönd með tali,

okkur tvö þar enginn sér.

Nú er stríð án vopna, styrjöld góðs og ills.

Hilmar, þín sál er í hættu,

hérna er voðinn þér vís.

Gleðjumst , og vel að þér gættu,

grátur í augunum frýs.

Hilmar, þitt galopna hjarta,

hitar upp allt sem er kalt.

Skapið sem mennirnir skarta

skaðar þá þrátt fyrir allt.

Hilmar, Hilmar,

hrein eru viðbrögð og snörp.

Hilmar, Hilmar,

hugsunin rökrétt og skörp.

Hilmar, Hilmar,

hugrekki fékkstu í arf.

Hilmar, Hilmar,

hefur þú duginn sem þarf?

Hilmar er góður og Hilmar er merkur,

hrein eru viðbrögð og snörp.

Hilmar er fróður og Hilmar er sterkur,

hugsunin rökrétt og skörp.

Hilmar er reyndur og Hilmar er glaður,

hugrekki fékkstu í arf.

Hilmar er greindur og Hilmar er maður,

hefur þú duginn sem þarf.

Nú er stríð án vopna, styrjöld góðs og ills.

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by
Show More Comments
Skálmöld
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic, English
  • Genre:Metal
  • Official site:http://www.skalmold.is/
  • Wiki:http://en.wikipedia.org/wiki/Skálmöld
Skálmöld
Latest update
Copyright 2023-2025 - www.lyricf.com All Rights Reserved