Horfði upp á við
Sá stjörnur hrapa á sig
Upp í loftið þaut
Á ferð um vetrarbraut
Hún átti aldrei heima hér
Vildi alltaf týna sér
Hverfa, svífa út í geim
Aldrei koma aftur heim
Horfir upp á við
Sér stjörnur hrapa á sig
Á halastjörnu svífur um
Í dans með himintunglunum
Horfir upp á við
Sér stjörnur hrapa á sig
Á halastjörnu svífur um
Í dans með himintunglunum
Hún átti aldrei heima hér
Vildi alltaf týna sér
Hverfa, svífa út í geim
Aldrei koma aftur heim