Þegar ég er þreytt
Þegar heimurinn vondur er
Huggar mig það eitt
Bara að vita af þér hér
Þú ert aldrei ein
Þótt eitthvað hendi þig
Þú ert aldrei ein
Af því þú átt mig
Og af því þú átt mig
Áttu góðan vin
Þegar fólk er flest
Fúlt með allt á hornum sér
Oft í vörn ég berst
En ég veit að þú bjargar mér
Ég er aldrei ein
Þótt eitthvað hendi mig
Ég er aldrei ein
Af því ég á þig
Og af því ég á þig
Á ég góðan vin
Ég er aldrei ein
Þótt eitthvað hendi mig
Ég er aldrei ein
Af því ég á þig
Og af því ég á þig
Á ég góðan vin
Já, ég á þig að
Ég á svo góðan vin