Ég er sko vinur þinn.
Langbesti vinur þinn.
Gangi illa fyrir þér,
allt á skakk og skjön
hvert sem litið er.
Þá skaltu muna vísdómsorð frá mér
að ég er vinur þinn.
Já, ég er vinur þinn.
Það eru ýmsir vafalaust
greindari en ég er.
Líka stærri en ég.
Kannski hjá engum öðrum þó vináttan
jafn innileg á allan veg, já.
Þó líði ár og öld
mun vináttan enn við völd.
Þú færð að finna það, drengur minn,
ég er vinur þinn.
Já, ég er vinur þinn.
Langbesti vinur þinn.