current location : Lyricf.com
/
Songs
/
Fjöll í austri fagurblá lyrics
Fjöll í austri fagurblá lyrics
turnover time:2024-12-27 20:41:37
Fjöll í austri fagurblá lyrics

Fjöll í austri fagurblá

freista dalabarnsins.

Ungur fylgir æskuþrá

upp til jökulhjarnsins.

Sveimað heimahögum frá

hef ég vors á degi,

víða stíða þræddi þá

þunga hraunavegi.

Heiðin breiða hugumkær

hvetur viljann ofar.

Leiðin seiðir, fráum fær,

fögrum sýnum lofar.

Gangan sækist öruggt enn

urðarróti móti.

Einatt hlutu heiðamenn

höggvinn fót á grjóti.

Hver, sem ofar á að ná,

einskis metið getur

þótt í fangið fái sá

fjúk og hretið betur.

Anda heitum yndi nóg

unaðsreitir geyma.

Seinna leitar þráin þó

þinna sveita heima.

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by
Show More Comments
Sigur Rós
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic, English
  • Genre:Alternative
  • Official site:http://www.sigur-ros.co.uk/
  • Wiki:https://is.wikipedia.org/wiki/Sigur_Rós
Sigur Rós
Latest update
Copyright 2023-2024 - www.lyricf.com All Rights Reserved