Simba:
Ég ætla að verða konungur
Voldugur og klár
Zazu:
Já, en aldrei sá ég áður kóng
Með svona lítið hár
Simba:
Ég ætlað verða vöðvafjall
Það verður ekkert smátt
Vaka yfir ríki mínu
Og öskra rosa hátt!
Zazu:
Ennþá er árangurinn fremur agnarsmár...
Simba:
En ég ætla að verða kóngur klár!
Zazu:
Þú átt ýmislegt ólært ennþá, ungi herra
Ef þú heldur...
Simba:
Enginn segir: "Komdu' inn"
Zazu:
Heyrðu, það sem ég sagði var...
Nala:
Enginn segir: "Farðu' út"
Zazu:
Það sem ég átti við...
Simba:
Enginn segir: "Hættu!"
Zazu:
Það sem þú skilur ekki...
Simba og Nala:
Enginn segir: "Sjáðu!"
Zazu:
Sjáðu nú til, AAA!
Simba:
Laus við nuð og nudd í þér
Zazu:
Kemur ekki til greina
Simba:
Ég mun gera hvað sem er!
Zazu:
Nú er kominn tími til að hlustir þú á mig
Simba:
Kóngur getur ef hann vill,
Sett tappa upp í þig
Zazu:
Ef svona er komið konungdæmi
Kóngurinn er naut!
Ég segi upp vinnu sármóðgaður
Og skín svo mína braut
Þetta er forkastanlegt og óþolandi fár
Simba:
En ég ætla að verða kóngur klár!
Allir horfa í austur
Allir horfa í vestur
Allir horfa á þann sem
Er allra ljóna mestur
Zazu:
Ekki ennþá!
Kór:
Sérhver skepna syngur honum óð
Sauðnautin og krókódílastóð
Simbi ríkir sæll í þúsund ár!
Þvi ég ætla að verða kóngur klár!
(Víst verður Simbi kóngur klár!)
Ja, ég ætla að verða kóngur klár!
(Víst verður Simbi kóngur klár!)
Ja, ég ætla að verða kóngur klár!
(Víst verður Simbi kóngur klár!)