Eldurinn logar langt,
langt niðri í jörðu,
leitar að opinni slóð.
Æðir um ganga,
grefur sér leiðir,
glóandi ólgandi blóð.
Eldurinn logar langt,
langt niðri í jörðu,
leitar að opinni slóð.
Æðir um ganga,
grefur sér leiðir,
glóandi, ólgandi blóð.
Spýtist úr gígum með geigvænu öskri,
grásvörtum bólstrum af reyk.
Leiftrandi steinar,
Logandi hraunið,
Lifandi kraftur á leik.
Spýtist úr gígum með geigvænu öskri,
grásvörtum bólstrum af reyk.
Leiftrandi steinar,
Logandi hraunið,
Lifandi kraftur á leik.
Handan við sortann,
háskann og mökkinn
sem heldimmur leggst yfir ból.
dansar á himni,
dátt yfir landi,
dirfskunnar leiftrandi sól.
Handan við sortann,
háskann og mökkinn
heldimmur leggst yfir ból.
Dansar á himni,
dátt yfir landi,
dirfskunnar leiftrandi sól.
Eldurinn logar langt,
langt niðri í jörðu,
leitar að opinni slóð.
Æðir um ganga,
grefur sér leiðir,
glóandi, ólgandi blóð.