Ég mun syngja fyrir heiminn, svo þau finni loksins til
Ég mun syngja svo þau sjái það sem blundar inn í mér.
Ég mun syngja svo þau gráti
Ég mun syngja svo þau elski, eins og ég.
Ég mun reykja heiminn
Gleypa stubbinn
Svo að ekkert verði eftir nema ég
Ég er Guð, ég er Guð, ég er Guð
Ég mun sjá heiminn brenna
Ég mun sjá hann ljóma
Ég er föst í stjörnuþoku
Og einn daginn mun ég springa
Ég er það fallegasta sem ég hef
Nokkurntíman séð.
Ég mun reykja heiminn
Gleypa stubbinn
Svo að ekkert verði eftir nema ég
Ég er Guð, ég er Guð, ég er Guð
Ég mun sjá heiminn brenna
Ég mun sjá hann ljóma
Ég er Guð!