Dansandi draumadís
Brosið kalt, klædd í ís
Horfið allt, hjartað frýs
Martraða dauðadís
Leiddu mig út í nóttina
Leyfðu mér að dansa við skuggana
Tunglsljósið lýsir upp augun mín tóm
Ég dansa á frosnum hælaskóm
Sjáðu mig, klökum klædda prinsessu
með ískristalla kórónu
Það glampar á hana svo glitrandi bjarta
að hún felur næstum því hjartað mitt svarta
Dulan bjarta hylur hjartað svarta