Er virðist þér von þín týnd
Að uppgjöf ein nú sé þér sýnd
Horfin sé öll trú á sjálfum þér
Að þú sért fastur hér ætíð
Finnist þér þinn fótur steinn
Og fullviss ert um að þú sért einn
Líttu þá til ljóssins og sjá
Hjarta þitt á sitt sólarljós
Reiðin þér í glötun getur steypt
Reyna ráða er of dýru verði keypt
Ástin ein fær brú til ljóssins lagt, þá
Mun hverfa myrkra makt, þá
Mun hið rétta gert og sagt
Ástin breytir sorta sólskini og
Svo sorginni í gleði á ný, ef
Þraukar þú þessa myrku vakt
Því ástin ein fær brú til ljóssins lagt
Anda djúpt, hertu upp huga þinn
En hleyptu þó aftur ástinni inn
Því ástin ein fær brú til ljóssins lagt, þá
Mun hverfa myrkra makt, þá
Mun hið rétta gert og sagt
Ástin breytir sorta sólskini og
Svo sorginni í gleði á ný, ef
Þraukar þú þessa skugga vakt
Því ástin ein fær brú til ljóssins lagt
Ástin ein fær brú til ljóssins lagt
Ástin ein fær brú til ljóssins lagt