current location : Lyricf.com
/
Songs
/
Brúnin lyrics
Brúnin lyrics
turnover time:2025-01-01 07:08:55
Brúnin lyrics

Vindur berst af hafi, virði fyrir mér

vanga ungrar stúlku sem við hliðina á mér er.

Munnurinn er opinn, mórautt rennur blóð,

Menn eru á leiðinni, ég heyri nálgast hljóð.

Konan andar ennþá, kannski munum nást.

Klettabrúnin afdrepið í forboðinni ást.

Get ég varla losað grjót úr minni hönd.

Gaf ég höggið? Voru á mér álög eða bönd?

Þeir látum ekki linna.

Ef liggjandi mig finna

með henni sem ég frelsið fann,

við máttum feluleiki spinna,

þeir bana okkur báðum,

þeir berja vopnum snjáðum.

Hún svarar ekki, dauðadæmd,

Ef vaknar dísin ekki bráðum.

Saman munum lífið láta,

Liggi ég við þetta víf.

Ef ég bara ekkert játa

ætti mér að gefast líf.

Hennar drýpur blóð á blettinn,

bærist særð og falleg hönd.

Niður henni kasta klettinn,

kvikar sjórinn burt frá strönd.

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by
Show More Comments
Skálmöld
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic, English
  • Genre:Metal
  • Official site:http://www.skalmold.is/
  • Wiki:http://en.wikipedia.org/wiki/Skálmöld
Skálmöld
Latest update
Copyright 2023-2025 - www.lyricf.com All Rights Reserved