Áttu stundum bágt með svefn um nótt?
Þar til skíma morguns úr myrkri er sótt
Að skyggnast eftir því sem saknað er
Spyrjandi um stað þar sem tapað fer
Þekkirðu ekki draum og djúpan harm?
Ef dregið fram er allt sem vætir hvarm?
Kannski leynist það sem ljúft er þér
Á lífsins hulda stað þar sem tapað fer
Minning, ljúf og sár, leysist upp og dvín
En lifir innst í þér þótt hún hverfi sýn
Ekkert ávallt mun sjónum hverfa þér
Ekkert hverfur ætíð, fært úr stað það er
Gamalt leirtau komið kannski á kreik
Í kerskni bak við tunglið í feluleik
Skyndilega fram það stingur sér
Þannig dylst nú vor
Djúpan skaflinn sker
Og felur sig á stað þar sem tapað fer
Sígur svefn á brá
Sængin bíður hlý
Í draumi allt sem fórst dúkkar upp á ný
Máskí á mána dylst
Kannski aldrei sést
Máskí er það sem tapaðist í sálu fest
Ef söknuðurinn lætur kræla á sér
Minning hennar kviknar innst í hjarta þér
Brosið hennar skærust stjarnan ber
Vittu fyrir víst
Vakir yfir þér
Þú finnur hana þar sem tapað fer