Horfðu á
heiminn og virtu fyrir þér.
Eygðu vel
allt sem er illt og miður fer.
Eilíf ógn, styrjaldir,
—alls staðar eru vígvellir.
Segðu mér
sýnist þér vera þörf á því?
[Chorus:]
Færðu mér frið,
og ég fylgi hvert sem er.
Færðu mér frið,
og ég faðma þig að mér.
Já sýndu mér
sættir og sameiginlegan tón.
Færðu mér — færðu mér frið.
Líttu við,
lífið er lúkum þínum í.
Stattu upp
spyrntu nú fótunum við því.
Valdatafl, trúarstríð,
viljastuldur og kúlnahríð.
Heyrir þú
hófadyn dauðans handan að?
[Chorus]
Valdatafl, trúarstríð,
viljastuldur og kúlnahríð.
Veistu um
einhvern sem unnið hefur stríð?
[Chorus]