Dragðu yfir dimma nótt
Og dökka feldinn þinn.
Dragðu yfir dimma nótt,
Við dveljum enn um sinn.
Það kemur allt í ljós,
Það kemur liðlangan dag.
Það kemur undir rós
Annað sólarlag.
Þegar dagur dvín eru örlögin mín ofin inn í þín.
Dragðu yfir dimma nótt
Og dökka feldinn þinn.
Dragðu yfir dimma nótt,
Við dveljum enn um sinn.
Hún hverfur út á haf,
Hún hverfur burt eins og ský.
Hún hverfur djúpt í kaf,
Niðadökk og hlý.
Þegar dagur dvín verða örlögin mín ofin inn í þín.
Enginn veit -
Við látum myrkrið svar umlykja allt.
Enginn veit -
Þó verði aftur bjart þú vita skalt
Alltaf kemur önnur nótt.
Það verður engu breytt.
Það verður lítið um svör
Ef orðum yfirleitt
Verður ýtt úr vör.
Þegar dagur dvín verða örlögin mín ofin inn í þín.
Dragðu yfir dimma nótt
Og dökka feldinn þinn.
Dragðu yfir dimma nótt,
Við dveljum enn um sinn.