current location : Lyricf.com
/
Songs
/
Á Sprengisandi [Ríðum, ríðum] [German translation]
Á Sprengisandi [Ríðum, ríðum] [German translation]
turnover time:2024-12-24 07:24:24
Á Sprengisandi [Ríðum, ríðum] [German translation]

Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn,

rennur sól á bak við Arnarfell,

hér á reiki er margur óhreinn andinn,

úr því fer að skyggja á jökulsvell;

Drottinn leiði drösulinn minn,

drjúgur verður síðasti áfanginn.

Drottinn leiði drösulinn minn,

drjúgur verður síðasti áfanginn.

Þey þey! þey þey! þaut í holti tófa,

þurran vill hún blóði væta góm,

eða líka einhver var að hóa

undarlega digrum karlaróm;

útilegumenn í Ódáðahraun

eru kannske að smala fé á laun.

útilegumenn í Ódáðahraun

eru kannske að smala fé á laun.

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,

rökkrið er að síða á Herðubreið,

álfadrottning er að beisla gandinn,

ekki er gott að verða á hennar leið;

vænsta klárinn vildi ég gefa til

að vera kominn ofan í Kiðagil

vænsta klárinn vildi ég gefa til

að vera kominn ofan í Kiðagil

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by
Show More Comments
Islandica
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic
  • Genre:Folk
  • Official site:https://www.allmusic.com/artist/islandica-mn0000108344
Islandica
Latest update
Copyright 2023-2024 - www.lyricf.com All Rights Reserved