current location : Lyricf.com
/
Songs
/
Númarímur lyrics
Númarímur lyrics
turnover time:2025-01-02 11:21:54
Númarímur lyrics

Farsældin með friðnum er

sem faðmar brjóstið varma

stríðið sæmd og sælu ver

sára vekur harma.

Eins og lind og láðið á

lognið breiðir klæði

engir vindar anda ná

af því fyrir mæði.

Þá úr heiðis háum stað

hita sólin ryður

og hárið greiðir gullfjallað

í gaupnír jarðar niður.

Yfir sáir ylnum góð

allt eins lá og heiminn

hverju strái á hverri lóð

hjúkrar þá ógleymin.

Glóa hagar glitra fjöll

gylltar fljóta iður

þar flatmaga foldin öll

faðmin breiðir viður.

Allar myndir land og lá

lofa heppni sína

drekka yndisanda þá

endurlifna og hlýna.

Allar rætur vakna við

vöxt og aldin bera

þetta læt ég líkast frið

lognið mega vera.

Comments
Welcome to Lyricf comments! Please keep conversations courteous and on-topic. To fosterproductive and respectful conversations, you may see comments from our Community Managers.
Sign up to post
Sort by
Show More Comments
Icelandic Folk
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic, Old Norse/Norrønt
  • Genre:Folk
  • Wiki:https://en.wikipedia.org/wiki/Icelandic_folk_music
Icelandic Folk
Latest update
Copyright 2023-2025 - www.lyricf.com All Rights Reserved