Anna: Sjáðu, vindurinn gerist nú kaldur
Yfir færist nú aldur
Og öll skýin dansa kát í haustsins mjúka blæ
Þetta grasker er í galinni krísu
Ólafur: Já, og laufblaðið mun ganga að því vísu
Anna: Því ég treysti því að ég fullvissuna fæ
Að sumt er alltaf eins
Eins og hönd þín svo mjúk og væn
Sumt það breytist ei
Anna & Ólafur: Okkar vinátta er líka væn
Anna: Eins og steinveggur sem er svo sterkur
Sumt er bara alltaf satt
Sumt er alltaf eins
Eins og ég sleppi þér ei svo glatt
Kristján: Laufin eru farin að falla
Svenni, framtíðin á okkur kallar
Sveinn: Ertu að segja að í kvöld
þú ætlir niðrá annað hnéð?
Kristján: En ég er lélegur að sýna öllu aðgát
Með kertaljós og nauðsynlegt hringmát
Sveinn: Kannski áttu að láta mig
um ástarhjalið hér?
Kristján: Já, sumt er alltaf eins
Eins og ástin í brjósti mér
Sumt það breytist ei
Eins og hreindýra-dúddinn hér?
Ef ég skuldbind mig
Til að drífa mig
Þá veit ég hvað segja skal
Rétt?
Sveinn: Sumt er alltaf eins
Kristján: Sveinn, þú veist það er ekkert val
Elsa: Nú vindar gnauða
Þeir bera kannski til mín það kall
Hvað er að gerast?
Ég veit ei hvort ég kemst upp þennan hjall
Þeir dýrðardagar
Hvert augnablik er dýrt
Ég get ei stöðvað tímann
En ætla samt að grípa þennan dag
Mannfjöldinn: Já, vindurinn gerist nú kaldur
Ólafur: Já, og yfir oss færist nú aldur
Anna & Kristján: Við þökkum fyrir lífið og himinhvolfið blátt
Mannfjöldinn:Því okkar kóngsríki
er allsnægtabrunnur
Við dönsum jafnt karlar sem konur
Elsa: Og ég lofa því að fáni Arendell
mun blakta hátt
Anna: Já, fáninn blaktir hátt
Mannfjöldinn: Já, fáninn blaktir hátt
Já, fáninn blaktir hátt
Sumt er alltaf eins
Allt í einu flaug tíminn burt
Sumt það breytist ei
Framtíðin vill ei vera um kjurt
Verði gæfan góð, okkar góðu þjóð
Tíminn hann flýgur hratt
Sumt er alltaf eins
Anna: Og ég sleppi þér ei svo glatt
Elsa: Sleppi þér ei svo glatt
Ólafur: Sleppi þér ei svo glatt
Kristján: Sleppi þér ei svo glatt
Anna: Ég sleppi þér ei svo glatt